14.2.2009 | 17:35
Ég hræðist ingöngutilboð EB
Sælir.
Mér segir svo hugur að EB sé að undirbúa tilboð til okkar þar sem þeir taki á sig stóran hluta skulda okkar gegn inngöngu.
Það eru mörg fordæmi fyrir því að ríki sem ganga inn fái verulegar upphæðir til hinna ýmissa mála. Portúgal fék himinháar upphæðir í samgöngumál. Belgía sem stóð mjög ílla fékk höfuðstöðvarnar til Brussel auk þess rausnalega styrki til að endurbygginga opinberar byggingar og kirkjur. Hér eru fjármálastofnanir í slæmum málum og einmitt þess vegna liggjum við lágt fyrir tilboðum sem eru í þá átt að endurreisa bankana og ríkissjóð með ríflegum styrkjum.
EB sér færi á að setja þumalskrúfu á Noreg með þessu. Olíulindir í Norðursjó og sennilega líka kannski Drekasvæðið ef vel tekst til myndi þá heyra undir EB.
Ég er ekki hrifinn af þessu en samt eru skuldir okkar þannig að ef allt fer á versta veg þá stöndum við ekki einu sinni undir vöxtum, hvað þá að borga þetta niður.
Engin þjóð hefur lent í slíkum hremmingum. Ekki einu sinni Þjóðverjar eftir stríð.
Alþjóðasamfélagið verður að koma hér að þessum með einum eða öðrum hætti.
Það eð Geir Haarde hafi ekki talað við Gordon Brown frá hruninu er bara hneyksli. Að taka upp símann og tala persónulega saman er sennilega betra en allar ráðstefnur og fundir.
Kveðjur bestar
Halldór Heiðar
Um bloggið
Halldór Heiðar Agnarsson
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Vonandi hefur þú rétt fyrir þér. Ég fæ gæsahúð þegar ég heyri bullið í þeim sem eru á móti ESB og hvernig það er sett fram. Ef við ætlum að búa hér við einhver lífgæði í framtíðinni þá verðum við að sækja um aðild sem fyrst. Við munum aldrei geta staðið undir þessum skuldum og endum í fátækt og basli hérna ef við viljum ekki taka þátt í samfélagi þjóðanna.
Ína (IP-tala skráð) 14.2.2009 kl. 17:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.